Nýju félögin hækkuðu mikið á árinu

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Ásdís Ásgeirsdóttir

Nýju hlutafélögin í Kauphöllinni hafa hækkað nokkuð á árinu sem er að líða, en markaðsvirði Eimskipa og Regins hefur verið á mikilli siglingu. Auk þess hafa bréf í Högum, sem sett var á markað í fyrra, hækkað mikið. Það félag sem hefur hækkað mest á árinu er þó Icelandair, en virði bréfa í fyrirtækinu hefur farið upp um rúm 60% á síðasta ári.

Í annáli greiningardeildar Arion banka er horft um farinn veg á árinu og má þar sjá að þrátt fyrir hækkun allra félaga í Kauphöllinni á fyrri helmingi ársins, þá dró nokkuð úr stærri félögunum Össuri og Marel þegar leið á árið. 

Samkvæmt samantekt Kauphallarinnar var lokagengi Úrvalsvísitölunnar 1059,36 stig. Í lok ársins 2011 var vísitalan í 909,66 stigum og því nemur hækkunin 16,46% á árinu.

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallarinnar
Úrvalsvísitala aðallista Kauphallarinnar mbl.is
Breyting á markaðsvirði einstakra félaga í Kauphöllinni
Breyting á markaðsvirði einstakra félaga í Kauphöllinni mbl.is
Efnisorð: hlutabréf
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK