Útsölur hefjast á morgun

Útsölurnar hefjast á morgun.
Útsölurnar hefjast á morgun. Eggert Jóhannesson

Útsölur hefjast á morgun í bæði Smáralind og Kringlunni, en almennt hefjast útsölur í verslunarmiðstöðvunum á þriðja degi ársins. Þó er eitthvað um að forsölur hefjist eftir klukkan 5 í dag að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Segir hann að útsölurnar í Kringlunni muni standa frá 3. janúar til 3. febrúar, en hann gerir ráð fyrir góðum útsölum í ár.

Sturla Gunnar Eðvaldsson, framkvæmdastjóri Smáralindarinnar, segir að gjafakortseigendur muni væntanlega margir koma að versla á fyrstu dögum ársins. „Jólaverslunin var mjög góð og gífurlega mikil sala í gjafakortum. Það verða væntanlega margir sem munu nýta sér það á útsölunum.“

Á báðum stöðum verður eitthvað um forsölur í kvöld, en það er alfarið á vegum hverrar verslunar fyrir sig sem þá auglýsa slíkt fyrir sína viðskiptavini, til dæmis gegnum markpóst eða samfélagsmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK