Réttarhöld yfir bankastjórum hefjast

Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn Ómar Óskarsson

Í dag hófust réttarhöld í Danmörku yfir fyrrum forstjórum EBH bankans og Sparekassen Himmerland, auk þriggja annarra starfsmanna. Eru þeir sakaðir um markaðsmisnotkun með því að hafa haldið verði bréfa bankanna tveggja uppi á fölskum forsendum. Í vefútgáfu Børsen er haft eftir Caspar Rose, prófessor hjá CBS háskólanum, að útkoma réttarhaldanna muni hafa áhrif á fjölda mála sem tengist bankakreppunni, enda sé mikið um líkindi milli mála.

Fimm einstaklingar eru kærðir í þessu máli, en það eru Finn Paths Poulsen, fyrrum forstjóri EBH bankans og Svend Jørgensen, fyrrum forstjóri Sparekassen Himmerland. Auk þeirra eru einn fyrrum starfsmaður EBH bankans og tveir fyrrum starfsmenn Sparekassen ákærðir.

Þeir eru ásakaðir um að hafa stundað markaðsmisnotkun árið 2008 með því að hafa haldið uppi veri bréfa beggja bankanna með því að kaupa hvor í öðrum. Meðal sönnunargagna eru yfir 23 þúsund símtöl sem ákæruvaldið hefur farið yfir. Segir í frétt Børsen að í sumum þeirra afhjúpist afbrotin mjög vel, enda hafi ákærðu ekki verið að fela áætlanir sínar mikið í þeim.

Tilgangur markaðsmisnotkunarinnar var meðal annars að halda bréfum í Sparekassen Himmerland yfir genginu 600, en forstjóri bankans átti að fá 19 milljónir danskra króna árið 2010 ef það gengi eftir.

Gert er ráð fyrir að réttarhöldin muni taka 10 daga

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK