Olíuleitarleyfin undirrituð

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri undirritar leyfisbréfin í ráðherrabústaðnum í morgun.
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri undirritar leyfisbréfin í ráðherrabústaðnum í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Leyfi vegna leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu var undirritað í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun, en Borten Moe, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, var meðal viðstaddra. 

Tveimur hópum voru veitt leyfi í dag, en þriðji hópurinn sem sótti um hefur enn tíma til að skila inn fullnægjandi gögnum áður en ákvörðun verður tekin um leyfið til handa honum. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru þátttakendur í leyfunum í þetta skiptið eru tvö íslensk félög, en það eru Íslensk kolvetni ehf. og Kolvetni ehf. Önnur félög sem taka þátt í þessum fyrsta hluta íslenska olíuævintýrisins eru Valiant Petrolium og Faroe Petroleum Norge AS, ásamt norska ríkisolíufélaginu Petoro. Það síðastnefnda kom inn með 25% hlutdeild í báða hópanna í samræmi við samninga milli Íslands og Noregs um leit á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK