Söguleg undirskrift

Í morgun gaf Orkustofnun út tvö sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir undirskriftina að mörgu leyti vera stórt skref þar sem nú skuldbindi fyrirtæki sig til halda mælingum áfram sem byggi upp þekkingu á svæðinu.

Gunnlaugur Jónsson, einn eigenda Kolvetnis ehf., sem fær 18,75 hlut í öðru leyfinu, segir að umsvif fyrirtækisins muni nú fara í gang og framundan séu miklar rannsóknir sem ljóst sé að geti tekið langan tíma að vinna úr. Öll starfsemin miði að því að minnka áhættuna sem felist í að bora þar sem slíkar aðgerðir séu gríðarlega kostnaðarsamar.

Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, voru viðstaddir undirskriftina en leyfunum tveim er deilt á milli íslenskra og norskra fyrirtækja í sameiningu og er norska fyrirtækið Petoro Iceland leyfishafi í þeim báðum fyrir hönd norska ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK