Besti árangurinn síðan fyrir hrun

Bílasala er á uppleið í Bretlandi, en hún jókst um …
Bílasala er á uppleið í Bretlandi, en hún jókst um 5,3% á síðasta ári. Það er mesta aukning í 11 ár.

Á síðasta ári voru seldar 2,045 milljónir nýrra bíla í Bretlandi, en það er besta sala síðan árið 2008 þegar efnahagshrunið reið yfir. Samkvæmt opinberum tölum var salan í fyrr 1,941 milljónir og því er aukningin um 100 þúsund bílar milli ára, eða um 5,3%. Er það mesta aukning á síðustu 12 árum að því er Samtök bílaframleiðenda þarlendis segja.

Haft er eftir framkvæmdastjóra samtakanna að á næsta ári sé gert ráð fyrir svipuðum tölum og í ár, en að fólk muni áfram horfa til sparneytinna bíla.

Efnisorð: bílasala
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK