Héldu út fyrir landsteinana í olíuleit

Atlantic Petroleum hefur leitað að olíu í Atlantshafi.
Atlantic Petroleum hefur leitað að olíu í Atlantshafi.

Það eru meira en 10 ár síðan mögulegt olíusvæði Færeyinga var opnað og fyrirtæki fóru að leita þar að olíu og gasi. Á þessum tíma hefur ekki enn tekist að finna neitt sem tekur því að bora eftir. Þrátt fyrir það hafa tvö fyrirtæki risið upp úr þessari leit sem hafa náð að finna olíu og vinna hana utan landsteinanna. Þetta eru fyrirtækin Fareo Petroleum og Atlantic Petroleum. Það síðarnefnda er hvað þekktast okkur Íslendingum fyrir að vera skráð í Kauphöllina hér á landi.

Í hinu stóra samhengi þykja þessi félög ekki mjög stór, en engu að síður vinna þau um 11.200 tunnur af olíu á dag á svæðum hjá Noregi og Bretlandi. Samanlagt verðmæti hennar nemur um 162 milljónum króna á dag, eða um 60 milljörðum á ári. 

Í kjölfar umræðna um olíuleit og -vinnslu hér við land hafa bæði ráðherrar og þeir aðilar sem standa á bakvið leitina bent á að oft getur reynst erfitt að finna olíu og að það taki tíma. Olíuleitin sé því sýnd veiði en ekki gefin. Gunnlaugur Jónsson, einn eigenda Kolvetna ehf. sem fengu annað sérleyfið, segir í samtali við mbl.is að þegar horft sé til nágrannalanda okkar hafi árangur ekki enn náðst í Færeyjum eftir meira en áratug og í Noregi hafi þurft á um þriðja tug borana þangað til loksins hafi verið hitt á lind. 

Ef reynsla Færeyinga er skoðuð má þó sjá að þótt olíuleit í lögsögu Íslendinga gangi hægt getur þátttaka innlendra aðila skapað tækifæri og þekkingu til að nýta hana í leit og jafnvel vinnslu á annars staðar áður en olían finnst hér við land. Það getur svo skapað tækifæri fyrir innlent vinnuafl og auknar tekjur til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK