Stórri framkvæmd í Noregi lokið hjá EFLU

Frá verkstaðnum, Solasplitten, í ágúst á síðasta ári.
Frá verkstaðnum, Solasplitten, í ágúst á síðasta ári. EFLA

Nýlega var klárað að leggja Solasplitten, sem er 4 km langur vegur á Stavanger svæðinu í Noregi. Það var norska vegagerðin sem sá um lagningu vegarins, en íslenska verkfræðifyrirtækið EFLA kom að hönnun hans síðastliðin 3 ár. Sá fyrirtækið meðal annars um hönnun á ofanvatnskerfi vegarins og settjörnum, auk þess að hönnun á færslu allra lagna sveitarfélaganna sem færa þurfti vegna vegarins.

Solasplitten er 4 akreina vegur sem tengir saman alþjóðaflugvöllinn í Sola/Stavanger og E39 hraðbrautina. Einnig tengir vegurinn flugvöllinn betur við Forus, sem er svæði þar sem mörg af helstu tækni- og iðnaðarfyrirtækjunum í olíugeiranum eru staðsett með skrifstofur og framleiðslu. 

Verkið fólst í uppbyggingu á 4 akreina vegi sem inniheldur fern mislæg gatnamót, tvær göngubrýr, ein jarðgöng, einn steyptan stokk og ein undirgöng fyrir gangandi- og hjólaumferð auk þess sem ofanvatnsskurður var lagður í stokk undir veginn sem jafnframt er þannig útfærður að froskar og önnur smádýr eigi greiða leið þar um. Einnig voru byggðar 3 settjarnir auk fjölda stoðveggja. Heildarkostnaður við verkið var um 600 milljónir norskra króna, eða um 14 milljarðar íslenskra króna.

Á framkvæmdastiginu var EFLA með verkefnastjóra sem sá um samræmingu hönnunar og utanumhald á öllum breytingum sem gerðar voru á hönnuninni.

Samkvæmt Guðmundi Þorbjörnssyni, framkvæmdastjóra EFLU hafa allt að 3 starfsmenn unnið að staðaldri við verkefnið síðustu árin, en þetta er þó aðeins eitt af mörgum verkefnum fyrirtækisins í Noregi. „Við erum mjög mikið í verkefnum erlendis, sérstaklega í Noregi. Erum mikið að vinna fyrir norsku vegagerðina um alla Noreg, hvort sem það tengist brúm, jarðgöngum eða öðrum umferðarmannvirkjum“ segir Guðmundur.

Þegar allt er með talið segir hann að heildarfjöldi verkefna EFLU í Noregi sé í kringum 20 talsins, en þar eru líka verkefni sem tengjast sjálfvirkni í olíuborpöllum og raforkudreifikerfum.

Efnisorð: EFLA
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK