Hagkvæmast að laða að stærri fyrirtæki

„Í hverri borun eru minnihlutalíkur, en yfir langt tímabil safnast þær líkur saman þegar borað er víða, svo á endanum hef ég trú á því að olían geti fundist á svæðinu.“ Þetta segir Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður í Kolvetnum ehf., en það er eitt af þeim félögum sem stóðu á bakvið umsókn um sérleyfi til leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu. Hann er viðmælandi Sigurðar Más í nýjasta viðskiptaþættinum, en þar nefnir hann meðal annars að Drekasvæðið sé jarðfræðilega sama svæði og fyrir utan mið-Noreg þaðan sem nú er unnin mikil olía.

Jafnframt segir Gunnlaugur að skattaumhverfi fyrir olíuleitarfyrirtæki ætti að vera léttvægara á fyrstu skrefum leitarinnar. Slíkt myndi leiða til ásóknar stærri fyrirtækja á svæðið sem sé hagkvæmast fyrir Íslendinga. Nú um stundir sé svæðið enn nokkuð óþekkt, en með aðkomu stórra aðila sem geti sett miklar fjárhæðir í rannsóknir taki styttri tíma að fá nánari niðurstöður um svæðið.

Gunnlaugur segir að Drekasvæðið sé að mörgu leiti erfiðara viðfangs en mörg önnur svæði sem í boði séu til olíuleitar í dag, til dæmis vegna dýpis. Það hefði því verið skynsamlegt að hafa skattkerfi sem laðaði fjárfesta meira að en önnur lönd. Niðurstaðan hafi aftur á móti verið kerfi sem fæli frekar frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK