Mikið flug á Icelandair í dag í Kauphöllinni

Icelandair
Icelandair mbl.is/Hjörtur

Mikil uppsveifla var í Kauphöllinni í dag, en bréf flestra fyrirtækja hækkuðu mikið. Þá var velta einnig með miklu móti, en samtals voru bréf keypt fyrir rúmlega 2,4 milljarða. Mest hækkuðu bréf Icelandair og fóru þau upp um 4,19% í tæplega 600 milljóna viðskiptum. Þá hækkuðu Hagar um 2,02% í tæplega 290 milljóna viðskiptum og Eimskipafélagið fór upp um 1,63% í 525 milljóna viðskiptum. 

Nýjasta félagið á markaðinum, Fjarskipti, lækkaði um 0,15% í um 200 milljóna viðskiptum, en Nýherji fór einnig niður um 1,58% í aðeins 10 þúsund króna sölu. 

Efnisorð: hlutabréf Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK