Olíuleit við Grænland opnar á möguleika

Íslendingar þurfa á næstu árum að passa sig á því að skapa ekki þenslu vegna væntinga um eitthvað sem þurfi ekki endilega að gerast. Það væri þensla án velmegunar. Þetta segir Gunnlaugur Jónsson í þættinum Viðskipti með Sigurði Má. 

Telur Gunnlaugur nauðsynlegt að Íslendingar passi sig á því að undirbúa grunninn vel, hvort sem það sé varðandi menntun, mögulegar leiðir eða skipulag í stjórnsýslunni. Einnig sé gott að fyrirtæki sem geti þróað með sér þekkingu í þekkingu í þessum geira séu vel með á nótunum.

Hann varar aftur á móti við því að farið sé í byggingu mannvirkja sem kosti mikið. Vill hann frekar að beðið sé með slíkt þangað til olían finnist.

Opnun olíuleitarsvæðis austur af Grænlandi býr einnig til möguleika hér á landi að mati Gunnlaugs, sem segir að Íslendingar hafi mikla burði til að styðja þá leit og framleiðslu þegar þar að kemur. Segir hann að mikil grunnuppbygging samfélags þurfi að vera til staðar og nefnir í því samhengi sjúkrahús, skóla og hótel nálægt svæðunum. Vegna nálægðar við Ísland sé líklegt að eitthvað af þeim stuðningi komi héðan í frá, jafnvel vegna námuvinnslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK