Fjórir sóttu um þátttöku í 4G-uppboði

Fjögur fyrirtæki sóttu um þátttöku í 4G uppboði Póst- og …
Fjögur fyrirtæki sóttu um þátttöku í 4G uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar. AFP

Fjórir aðilar sóttu um þátttöku í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum fyrir háhraðafarnetsþjónustu, 4G. Þetta eru 365 miðlar ehf., Fjarskipti ehf (Vodafone), Nova ehf. og Síminn hf. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.

Samkvæmt auglýstum skilmálum hefur stofnunin frest til föstudagsins 25. janúar næstkomandi til að fara yfir þátttökubeiðnirnar með tilliti til þeirra ákvæða sem sett voru fram í uppboðsauglýsingu. Þann dag verður fyrrnefndum aðilum tilkynnt hvort þeir hljóti rétt til þátttöku í uppboðinu.

Mbl.is fjallaði ítarlega um uppboðið fyrr í vikunni, en 10 tíðnir verða samtals boðnar upp. Uppboðið sjálft mun svo fara fram rafrænt á sérstökum uppboðsvef stofnunarinnar og hefst það mánudaginn 11. febrúar kl. 09:00.

Efnisorð: 4G farsímar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK