Hæsta ávöxtun sjóðsins frá upphafi

Raunávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins var allt að 16,6% á síðasta ári. …
Raunávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins var allt að 16,6% á síðasta ári. Aldrei í sögu sjóðsins hefur hún verið hærri. mbl.is

Ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins hækkuðu um allt að 16,6% umfram verðbólgu á árinu 2012 sem er hæsta raunávöxtun sjóðsins frá upphafi. Allar ávöxtunarleiðir skiluðu jákvæðri nafnávöxtun á árinu eða á bilinu 4,2 til 21,8%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum, en Ævisafn I var sá sjóður sem hækkaði mest. 

Blandaðar ávöxtunarleiðir og samtryggingarsjóður nutu allar góðs af hækkun erlendra eigna vegna hagstæðrar þróunar á mörkuðum og veikingar krónunnar. Var nafnhækkun þeirra á bilinu 10,6 til 21,8%.

Gunnar Baldvinsson, framkvæmastjóri sjóðsins, segist í samtali við mbl.is vera mjög ánægður með árið sem var að líða og að útkoman hafi verið mjög jákvæð fyrir sjóðinn.

Þegar hann er spurður um helstu ástæður árangursins segir hann að það sé „mikil hækkun erlendra eigna sem skýrist annars vegar af hækkun erlendra hlutabréfa og vegna veikingar krónunnar. Þá gátum við að hluta til fært varúðarfærslur vegna efnahagshrunsins til baka.“

Spurður um sýn sína á framtíðarhorfur á fjárfestingamarkaðinum, segir hann ólíklegt að svipað verði upp á teningnum í bráð. „Ég á ekki von á því að við sjáum svona góða ávöxtun í bráð. Þetta var náttúrlega einstakt ár, hæsta ávöxtun hjá okkur frá upphafi.“ Það muni ekki hjálpa að hans mati hvernig fjárfestingaumhverfið er hér á landi, en það muni torvelda störf sjóðanna á komandi árum.

Ávöxtun mismunandi leiða Almenna lífeyrissjóðsins á síðasta ári.
Ávöxtun mismunandi leiða Almenna lífeyrissjóðsins á síðasta ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK