Þrátt fyrir mikinn vöxt hlutabréfamarkaðarins hér á landi síðasta árið, eru Íslendingar enn langt á eftir öðrum löndum. Greining Íslandsbanka segir að smæð hagkerfisins og frekar fábreyttar undirstöður munu líkast til hamla því að stærð íslenska hlutabréfamarkaðarins nái erlendum meðaltölum er varðar stærð á móti landsframleiðslu í bráð en ljóst sé að enn sé töluvert svigrúm fyrir nýskráningar.
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn var um það bil 19% af áætlaðri VLF síðasta árs og hefur þetta hlutfall farið vaxandi frá því að vera 14% í upphafi ársins 2012. Þrátt fyrir að markaðurinn hafi stækkað mjög þá er þetta hlutfall engu að síður enn lágt í alþjóðlegum samanburði, en það er að meðaltali á bilinu 40- 70% almennt í iðnvæddum ríkjum.
Greiningardeild bankans áætlar að fjögur félög muni bætast við markaðinn á þessu ári og horfir þar aðallega til fasteignafélagsins Reita, TM, N1 og Advania. Auk þess hefur verið rætt um tvö önnur félög í almennri umræðu um mögulega nýliðum á markaði sem eru Sjóvá og Vís en að enn sé mikla óvissu um skráningu þeirra á hlutabréfamarkað.