Stefnir kaupir fyrir hálfan milljarð í Regin

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf. Eggert Jóhannesson

Fjárfestingasjóðirnir Stefnir ÍS 15, Stefnir ÍS 5 og Stefnir Samval juku hlut sinn í Regin í gær um 47 milljón hluti, eða sem nemur rúmum 550 milljónum. Heildareign sjóðanna er nú rúmir 111 milljón hlutir og ræður félagið yfir 8,54% af atkvæðafjölda í Regin. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar, en með viðskiptunum fór atkvæðafjöldi nýrra eigenda yfir 5%.

Fram kemur í tilkynningunni að Stefnir hf. eigi ekki beinan hlut í félaginu, heldur er eignarhluturinn í eigu sjóðsfélaga. Viðskipti með bréf félagsins hafa numið um 592 milljónum það sem af er degi og hefur gengi félagsins hækkað um 2,94%. Heildarvirði bréfa Stefnis í Regin er í dag tæpir 1,4 milljarðar á markaðsvirði.

Efnisorð: hlutabréf Reginn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK