Landsbankinn keypti á föstudaginn hlutabréf í Nýherja af Einari Sveinssyni. Þetta kemur fram í flöggunum til Kauphallarinnar. Einar átti fyrir viðskiptin um 11,5% hlut í Nýherja gegnum félögin Áning-fjárfestingar ehf., Gildruklettar ehf. og Hrómundur ehf. Eftir söluna eiga þau um 6,36% hlut og fóru því undir 10% flöggunarskylduna.
Landsbankinn keypti bréfin af Einari, en fyrir átti bankinn 0,78%. Með kaupunum er hlutur Landsbankans komin í 5,92%.