Farice eykur afkastagetu sjöfalt

Farice ehf. á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu.
Farice ehf. á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu.

Farice ehf. sem rekur sæstrengina DANICE og FARICE-1 er um þessar mundir að auka burðargetu sæstrengjanna umtalsvert. Með uppfærslu á endabúnaði mun hármarksafkastageta þeirra margfaldast. Segir fyrirtækið að með þessari breytingu sé ekki fyrirsjáanlegur skortur á bandvídd næsta áratuginn og að komið sé til móts við kröfuhörðustu gagnaveraviðskiptavini og auknar þarfir á Íslandi.

Starfshópar tæknimanna munu hefja störf strax á morgun bæði í Landeyjum og í Danmörku við DANICE-strenginn og gerir Örn Orrason, yfirmaður viðskiptaþróunar og sölu hjá Farice, ráð fyrir því að í lok vikunnar verði farið í prufanir og tíðnir svo tilbúnar til afhendingar strax í febrúar. FARICE-1 strengurinn verður svo uppfærður þegar líða tekur á vorið.

Sæstrengirnir sem eru lagðir árin 2003 og 2009 eru báðir nútímalegir í útfærslu að því er fram kemur í tilkynningu frá Farice. Mikil þróun hefur hins vegar verið í endabúnaði hvað varðar ljósleiðaratækni síðustu árin. Upphaflegur endabúnaður var settur upp til að geta flutt 100 Gb/s (100 gígabitar á sekúndu) árið 2009 en vegna sívaxandi umferðar var komin þörf á að bæta við flutningsgetuna.

Með hinum nýja endabúnaði verða sæstrengir Farice sambærilegir að gæðum og afkastagetu við nýja strengi, en hámarksafkastagetan mun aukast sjöfalt miðað við það sem nú er. 

Hámarksgeta eldri FARICE-1 strengsins, sem fyrir var 720 Gb/s verður eftir breytinguna um 8.000 Gb/s.  Hámarksafkastageta DANICE-strengsins sexfaldast og verður um 30.000 Gb/s (30 terabitar á sekúndur)  sem er nóg til að flytja alla Internet umferð Vestur-Evrópu eða flytja samtímis 3 milljónir háskerpusjónvarpsstrauma svo að dæmi séu tekin.

Efnisorð: Farice sæstrengur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK