Fimmföld meðalvelta fyrstu daga ársins

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Ásdís Ásgeirsdóttir

Mjög lífleg hefur verið á hlutabréfamarkaði nú í ársbyrjun og hefur Úrvalsvísitalan OMXI6 hækkað um 7,3% það sem af er árinu, en til samanburðar hækkaði vísitalan um rúmlega 16% allt árið í fyrra. Þá hefur mikil velta einkennt þessa fyrstu viðskiptadaga ársins á hlutbréfamarkaði en veltan hefur numið að meðaltali rétt rúmlega 1,5 milljarði á dag en allt árið í fyrra var veltan að meðaltali um 352 milljónir á degi hverjum. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka, en veltan það sem af er árinu er um 14% af heildarveltu síðasta árs.

Icelandair hefur hækkað mest á þessu ári eða um tæplega 14%. Félagið tilkynnti í síðustu viku um kaup á tveimur notuðum Boeing 757-200 farþegaflugvélum og munu þær bætast í flota félagsins í vor. Icelandair mun þannig vera með 18 vélar í rekstri sumarið 2013 samanborið við 16 vélar sumarið 2012.

Reginn hefur hækkað um rétt tæplega 12% og Hagar hafa hækkað um tæplega 10%. Þá hefur virði bréfa í Eimskip aukist um tæplega 9% á árinu og í Marel um 6%. Hlutabréf Össurar hafa á sama tíma færst upp um 4%, en hjá nýjasta skráða félaginu, Vodafone, hefur hækkunin aðeins verið tæplega 1%. 

Aukið framboð hlutbréfa í kjölfar nýskráningar Eimskipa og Vodafone í lok síðasta árs, auk vaxandi áhuga bæði almennra fjárfesta  og fjárfestingasjóða er meðal skýringa á því af hverju hlutabréfamarkaðurinn fer svo geyst af stað á nýju ári að sögn greiningardeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK