Landsbankinn úthlutar nýsköpunarstyrkjum

Við afhendingu styrkjanna í útibúi Landsbankans í Austurstræti.
Við afhendingu styrkjanna í útibúi Landsbankans í Austurstræti. Landsbankinn

Landsbankinn hefur úthlutað tuttugu og þremur styrkjum að upphæð 15 milljónum úr Samfélagssjóði bankans. Þrír hæstu styrkirnir námu 1,5 milljónum króna, þrír voru að upphæð 1 milljón, auk þess sem 17 styrkir voru á bilinu 300 til 700 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Nýsköpunarstyrkjunum er ætlað að styðja frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi.

Dómnefnd var skipuð Óla Halldórssyni, forstöðumanni Þekkingarseturs Þingeyinga, Finni Sveinssyni, sérfræðingi í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum, Guðnýju Erlu Guðnadóttur, útibússtjóra Landsbankans á Hornafirði og Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni, dósent við HR, en hann var jafnframt formaður dómnefndar. Ríflega 250 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrkina.

Hæstu styrkina hlut eftirfarandi verkefni:

1.500.000 krónur:

  • Arna ehf. – Mjólkurvörur fyrir fólk með mjólkuróþol
  • Lauf Forks ehf.– Fjöðrunargaffall fyrir reiðhjól
  • Skema ehf.– Námskeið í leikjaforritun

1.000.000 krónur:

  • Elás ehf.– Heilnæmt gæludýrasnakk
  • Fossadalur ehf.– Fluguveiðihjól
  • Oculis ehf.– Augndropar með nanótækni
Efnisorð: Landsbankinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK