Jólaverslun jókst milli ára

Jólaverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi milli ára.
Jólaverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi milli ára. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi í desember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 6,0% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í desember um 3,4% frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Þá dróst  sala á áfengi í desember saman um 2,6% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.

Fataverslun minnkaði um 1,4% í desember miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi, en skóverslun jókst um 9,2%. Þá varð aukning um 1,8% í húsgagnaverslun, en skrifstofuhúsgagnasala dróst saman um 1% meðan raftækjasala dróst lítillega saman, um 0,3%

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK