Kortavelta erlendra gesta aldrei meiri

Erlendir gestir voru duglegri en nokkru sinni fyrr að strauja …
Erlendir gestir voru duglegri en nokkru sinni fyrr að strauja kortin hérlendis á síðasta ári. Kristinn Ingvarsson

Erlendir gestir voru duglegir að versla hérlendis í aðdraganda jólanna, en notkun erlendra greiðslukorta jókst um 41% í desember frá sama tíma árið á undan. Kortavelta erlendra korta var 3,8 milljarðar í mánuðinum að því er fram kemur í gögnum Seðlabanka Íslands. 

Þegar litið er á árið 2012 í heild, þá var kortavelta erlendra aðila hér á landi 75 milljarðar og er það aukning um 21% frá því árið 2011. Greiningardeild Íslandsbanka segir að aldrei áður hafi svo mikil aukning mælst, en þetta sé í taki við tölur Ferðamálastofu.

Efnisorð: kortavelta
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK