Fjarskipti hf. (Vodafone) hefur gert þriggja ára samning við Farice ehf. um fjarskiptasamband við útlönd. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
<a href="/vidskipti/frettir/2012/06/29/farice_segir_upp_samningi_vid_simafelogin/" target="_blank">Farice sagði upp eldri samningi </a>29. júní 2012 og var verðskrá hækkuð. Á sama tíma var samningi við Símann einnig sagt upp, en
<a href="/frettir/innlent/2012/10/30/thurfa_ad_semja_vid_farice_ad_nyju/" target="_blank">samningar milli Símans og Farice</a>tókust í október á síðasta ári.
<span>Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, staðfesti þá að félögin hafi þurft að semja um hærra verð. Ekki voru gefnar upp frekari upplýsingar, líkt og nú.</span>Samhliða nýjum samningi hafa félögin náð samkomulagi um þau ágreinings- og dómsmál sem uppi voru milli félaganna vegna fyrri samnings og fjallað var um í lýsingu Fjarskipta. Áhrif samkomulagsins um endanlegt uppgjör á fyrri samningi eru óveruleg á uppgjör ársins 2012, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vodafone.