Búllan opnar á Selfossi

Gunnar Már Þráinsson á nýja staðnum.
Gunnar Már Þráinsson á nýja staðnum.

Á morgun mun nýjasti Búllu veitingastaðurinn verða opnaður, en hann verður sá sjöundi í röðinni. Eigandinn er Tómas Tómasson sem staðirnir eru kenndir við, en rekstraraðili er Gunnar Már Þráinsson, sem áður hefur rekið bæði Vegamót og Oliver. Í samtali við mbl.is segir Gunnar að hann sé lengi búinn að vera með annan fótinn á Selfossi og þarna hafi opnast tækifæri.

„Selfoss er mikill skyndibitabær, en það vantaði alltaf Búlluna,“ segir Gunnar, en nýi staðurinn verður á Eyravegi. Nú þegar eru sex staðir reknir undir merkjum Hamborgarabúllu Tómasar, en þeir eru á Geirsgötu, Ofanleiti, Bankastræti, Bíldshöfða og í Hafnarfirði. Auk þess var síðasta haust opnaður staður í London sem einnig ber nafn Búllunnar.

Tómas virðist þó ekki hafa numið staðar, því Gunnar segir að næsta skref sé að opna stað í Danmörku og að verið sé að skoða þann möguleika núna. Það er því aldrei að vita nema það styttist í áttunda staðinn og Búllan bæti enn í útrásina.

Hægt verður að taka um 30 manns í sæti á nýja staðnum, en hann er samtals um 100 fermetrar. Gunnar segir að andrúmsloftið og umgjörðin verði keimlík þeirri sem er á Geirsgötunni, þar sem fyrsti staðurinn var opnaður.

Nýja Búllan á Selfossi
Nýja Búllan á Selfossi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK