Hagkvæmustu kostirnir í bið- og verndarflokk

„Áhugaverðir nýtingakostir eru eftir, en gríðarlega margir af best rannsökuðu  og hagkvæmustu kostunum hafa horfið í biðflokk og jafnvel alla leið í verndarflokk. Þannig að þessi afgreiðsla var gríðarlega mikil vonbrigði á mánudaginn var.“ Þetta segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, um nýja rammaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í vikunni. 

Í Viðskiptaþættinum með Sigurði Má segir Gústaf að nánast eingöngu jarðhitakostir hafi ratað í nýtingarflokk, þrátt fyrir að mun lengri tíma taki að fullnýta slík svæði og óvissa sé um áætlaða orkugetu. Nefnir hann sem dæmi að fullnýting í Svartsengi hafi tekið rúmlega 30 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK