Ný hraðþjónusta hjá Eimskip kynnt á 99 ára afmælinu

Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu hjá Eimskip
Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu hjá Eimskip Eimskip

Ný hraðþjónusta sem kallast eBOX hefur verið tekin í notkun hjá Eimskip og er ætlunin að bjóða þar með upp á hraðari og einfaldari lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Þessar sendingar fara þannig seinastar um borð í skipin, en fyrst út hér á Íslandi.

„Skipaflutningar hafa lítið breyst á undanförnum árum eða frá gámavæðingunni á áttunda áratug síðustu aldar.  Á sama tíma hafa þarfir viðskiptavina okkar þróast í áranna rás og nú finnum við  að þörfin fyrir einfalda og hraða þjónustu fyrir smærri sendingar hefur verið að aukast jafnt og þétt,“ segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu hjá Eimskip, í tilkynningu frá félaginu.

Hann segir ástæðurnar meðal annars þær að aukin áhersla sé á lausnir með stuttum fyrirvara og minna lagerhald. „Það er oft hagkvæmara að panta minna í einu en oftar.  Með  því sparast til dæmis fjármagnkostnaður sem fyrirtæki og einstaklingar horfa í auknum mæli á. Það má segja að  eBOX sé okkar leið til að mæta þessari þróun,“ segir Matthías.

Þessi nýja þjónusta var kynnt á afmælisdegi félagsins, en ​Eimskipafélag Íslands var stofnað 17. janúar 1914 og er því 99 ára í dag.

Efnisorð: Eimskip
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK