Jón Ásgeir orðinn yfirmaður á 365

Jón Ásgeir hefur hafið störf sem yfirmaður þróunarverkefna hjá 365 …
Jón Ásgeir hefur hafið störf sem yfirmaður þróunarverkefna hjá 365 miðlum. Ómar Óskarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ráðinn sem yfirmaður þróunarverkefna hjá 365 miðlum. Þetta kemur fram í nýju skipuriti sem birt hefur verið á heimasíðu félagsins. Aðaleigandi 365 miðla er eiginkona Jóns, Ingibjörg Pálmadóttir, en hún á beint 7,9% eignarhlut í félaginu. Auk þess er hún eigandi gegnum félögin Moon Capital S.á.r.l., ML 102 ehf. og IP Studium ehf., sem eru stærstu eigendur 365 miðla samkvæmt Fjölmiðlanefnd. Í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári staðfesti Ingibjörg að hún ætti um 90% hlut í félaginu.

Sviðið sem Jón Ásgeir hefur tekið við er eitt af 7 sviðum fyrirtækisins sem heyra beint undir forstjórann, Ara Edwald.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK