Jón Ásgeir stýrir hagræðingu hjá 365

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

„Þetta er í sjálfu sér ekki nein ráðning. Hann er áfram í ráðgjafahlutverki eins og hann hefur verið undanfarin ár, en ekki í fullu starfi.“ Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, en Jón Ásgeir var í dag skilgreindur sem yfirmaður þróunarverkefna hjá fyrirtækinu. Ari telur að staða Jóns muni ekki hafa áhrif á umfjöllun fréttadeilda og að þrátt fyrir að vera til rannsóknar eigi það ekki að útiloka menn frá atvinnu.

Verkefnin sem Jón Ásgeir mun koma að verða á sviði hagræðingar og nýjunga að sögn Ara, en ekki er gefið upp nákvæmlega hver þau eru. Nefnir hann þó að fyrirtækið hafi unnið margvísileg hagræðingarverkefni upp á síðkastið, hvort sem það hafi verið í kaupum á sjónvarpsefni og öðrum aðföngum yfir í húsnæðismál. Þá sé verið að vinna í nýjungum í dag sem ekki hafi komið fram nema að litlu leyti, en Ari segist ekki vilja tjá sig nánar um þau.

Undirmenn Jóns Ásgeirs verða að meðaltali um 3 til 4, en þeir verða þó ekki fastir starfsmenn deildarinnar, heldur munu vinna að ákveðnum verkefnum. 

Aðspurður hvort hann telji það óeðlilegt að Jón Ásgeir væri orðinn yfirmaður á hagræðingarsviði hjá fjölmiðlafyrirtæki, á sama tíma og hann væri til rannsóknar beint og óbeint vegna dómsmála tengdum hruninu, sagði Ari svo ekki vera: „Við gætum mjög vel að aðskilnaði fréttaflutnings og rekstrarlegra málefna.“

„Það er ljóst að eiginkona Jóns er aðaleigandi félagsins og þau hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækisins og það breytist ekki með þessu máli“ segir Ari. Hann telur þróunarverkefnin að mestu ótengd fréttadeildunum og staða Jóns eigi því ekki að hafa nein áhrif á umfjöllun þar.

Ari segir það daglegt brauð að menn séu til rannsóknar hér á landi, jafnvel í mörg ár. Meðan á þessu stendur telur hann að ekki sé hægt að halda fólki af vinnumarkaðinum og það sama gildi um Jón Ásgeir. „Það er fjöldi fólks sem eru tengd málum til rannsóknar um margra ára skeið hér á Íslandi. Það fólk allt saman verður að sjá sér farboða á meðan. Það geta ekki hundruð manna setið bara hjá um margra ára skeið þó mál séu til rannsóknar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK