Spá áframhaldandi lækkun verðbólgunnar

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólgan haldi áfram að …
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólgan haldi áfram að lækka í janúar. Kristinn Ingvarsson

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitalan muni standa óbreytt þegar Hagstofa Íslands birtir janúar mælingu sína á vísitölu neysluverðs. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan fara niður í 3,9% og vera innan efri vikmarka verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í fyrsta sinn síðan í maí 2011. 

Bráðabirgðaspá Hagfræðideildar gerir ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,6% í febrúar, hækki um 1% í mars og um 0,6% í apríl. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan verða 3,2% í apríl. Áður hafði greiningardeild Arion banka spáð verðhjöðnun í janúar og að verðbólgan væri komin niður í 3% í apríl

Í ljósi þess að hækkun vísitölunnar milli mánaða á þessu tímabili í fyrra var talsvert meiri en nú er reiknað með, er útlit fyrir að ársverðbólgan hjaðni talsvert á allra næstu mánuðum að sögn hagfræðideildarinnar. Þessi grunnáhrif snúast hinsvegar við í maí þar sem óvænt lækkun vísitölunnar mældist í þeim mánuði í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK