Gert er ráð fyrir að um 100 manns muni vinna við framkvæmdir þegar framleiðslugeta Norðuráls verður aukin. Við það bætist töluverður fjöldi starfa í steypuskálum, flutningum og öðrum tilheyrandi verkefnum þegar stækkunin hefur verið kláruð. Þetta er meðal þess sem Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir í Viðskiptaþættinum.
Telur hann að framkvæmdir muni standa yfir í um 4 til 5 ár, en framleiðslugeta álversins verður aukin um rúmlega 40 þúsund tonn á ári með stækkuninni. Er þetta fimmta stækkunin á þeim 15 árum sem álverið hefur verið starfrækt, en það var upphaflega með 60 þúsund tonna framleiðslugetu.