Hámark gæti komið í veg fyrir venjuleg skammtímalán

Með því að halda því hámarki á hlutfallstölu kostnaðar lána …
Með því að halda því hámarki á hlutfallstölu kostnaðar lána sem nú er lagt til í frumvarpi um neytendalán gætu venjuleg skammtímalán heyrt sögunni til. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Skammtímalán til að kaupa meðal annars uppþvottavél gætu orðið ólöglegt og verið væri að stýra lántakendum í átt að lengri lánum ef ákvæði um hámark á árlegri hlutfallstölu kostnaðar fengi að halda sér í frumvarpi um neytendalán sem nú er til skoðunar. Þetta segja Samtök fjármálafyrirtækja og benda á að ekki sé hægt að bera saman skammtímalán og lengri lán, hvað þá húsnæðislán þar sem þessi tala sé mun lægri. Mbl.is ræddi í gær við þingmanninn Guðlaug Þór Þórðarson sem sagði þessa gjaldtöku ekki vera sanngjarna.

Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er„árleg hlutfallstala kostnaðar verkfæri til að bera saman ólík lán til saman tíma. Ákveði einstaklingur að taka skammtímalán til þess að kaupa sér litla uppþvottavél fyrir 60 þúsund krónur þá myndi frumvarpið gera þann valkost að taka þriggja mánaða kortalán fyrir vélinni ólöglegan, þar sem að ársleg hlutfallstala kostnaðar yrði meira en 60. Hinsvegar væri frumvarpið að stýra lántakendunum í lengra lán en eins og sést á útreikningunum þá væri árleg hlutfallstala kostnaðar um 25 ef lánið fyrir uppþvottavélinni yrði tekið til eins eða þriggja ára.“

Ítreka samtökin að mikilvægt sé að skilja hugtakið árleg hlutfallstala kostnaðar. Þar sé átt við allan þann kostnað sem lántakar greiða af láni sínu umreiknað á ársgrundvöll. Sá kostnaður endurspegli ekki hagnað fjármálafyrirtækis af veitingu lánsins. Segja þau eðli máls samkvæmt að árleg hlutfallstala kostnaðar verði hærri á styttri lánum en löngum, þar sem kostnaður við afgreiðslu lánsins dreifist þá á styttri tíma og valdi hækkun á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. „Þrátt fyrir að lán til langs tíma, eða lán með hærri lánsfjárhæð beri lægri hlutfallstölu kostnaðar þarf það ekki að þýða að afgreiðslu og innheimtukostnaður slíkra lána sé lægri en skammtímalána heldur einungis að þeim kostnaði er dreift á hærri fjárhæð og lengri tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK