Dómsniðurstaðan í Icesave-málinu mun ekki leiða til neinna skjótra breytinga á lánshæfismati Íslands samkvæmt matsfyrirtækinu Standard og Poor's. Í svari Eileen Zhang, sérfræðings fyrirtækisins, til Bloomberg-fréttaveitunnar, segir að núverandi mat sé byggt á því að kröfur í þrotabú Landsbankans verði að stærstu leyti greiddar upp með eignum búsins. Málið hafi því ekki mikil áhrif á mat þeirra á ríkissjóð.