Íbúðarlán hafa hækkað um 21,6 milljarða á síðustu 3 árum vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um skattálögur og höfuðstól íbúðalána. Í svarinu kemur fram að á tímabilinu frá 2009 til 2012 hafi vísitala neysluverðs farið upp um 20,1%. Sú hækkun hefur leitt til um 226 milljarða hækkunar lána á tímabilinu, en um 21,6 milljarð má rekja beint til skattahækkana.
Í svarinu kemur einnig fram að það þurfi að horfa til þess að hluti hækkananna hefur skilað sér í auknum greiðslum vaxtabóta sem hafa bætt getu tekjulágra einstaklinga til að bera þunga vaxtabyrði.