Skattahækkanir hafa hækkað lán um 22 milljarða á 3 árum

Skattahækkanir hafa leitt til um 21,6 milljarða hækkunar á íbúðalánum …
Skattahækkanir hafa leitt til um 21,6 milljarða hækkunar á íbúðalánum síðustu 3 árin. mbl.is/Golli

Íbúðarlán hafa hækkað um 21,6 milljarða á síðustu 3 árum vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um skattálögur og höfuðstól íbúðalána. Í svarinu kemur fram að á tímabilinu frá 2009 til 2012 hafi vísitala neysluverðs farið upp um 20,1%. Sú hækkun hefur leitt til um 226 milljarða hækkunar lána á tímabilinu, en um 21,6 milljarð má rekja beint til skattahækkana.

Í svarinu kemur einnig fram að það þurfi að horfa til þess að hluti hækkananna hefur skilað sér í auknum greiðslum vaxtabóta sem hafa bætt getu tekjulágra einstaklinga til að bera þunga vaxtabyrði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK