Moody's segir dóminn jákvæðan

Moody's
Moody's mbl.is/Hjörtur

Matsfyrirtækið Moody's segir úrskurðinn í Icesave-málinu hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat Íslands. Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna segir Kathrin Muehlbronner, sérfræðingur hjá fyrirtækinu, að meginóvissan sé þó eftir sem áður gjaldeyrishöftin. Telur Muehlbronner mikilvægt að Ísland stígi varlega til jarðar við afnám þeirra. 

Í gær var haft eftir sérfræðingi hjá Standard og Poor's að málið hefði lítil áhrif vegna þess að gert hefði verið ráð fyrir að bú Landsbankans hefði nægjanlega fjármuni til að greiða upp í kröfur. 

Efnisorð: Icesave Moody's
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK