Hagnaður hjá Nýherja en erlend starfsemi óviðunandi

Höfuðstöðvar Nýherja
Höfuðstöðvar Nýherja Mynd/Nýherji

Nýherji skilaði 111 milljón króna hagnaði á síðasta ári, en hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skattagreiðslur (EBITDA) var 481 milljón. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að af sölu eigin hugbúnaðar vegi sala á Tempo hugbúnaðinum þyngst. Applicoon félögin erlendis voru aftur á móti rekin með tapi á árinu, sem einkum er rekin til kostnaðarsamrar uppsetningar í Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

„Afkoma af rekstri Nýherja á innlendum markaði var ágæt og samkvæmt áætlunum á árinu 2012. Áhersla hefur verið á þróun nýrra lausna fyrir viðskiptavini, bæði á sviði hugbúnaðar og tækniþjónustu. Tekjur af sölu eigin hugbúnaðar námu 750 mkr og skilaði ágætri afkomu. Sala á Tempo hugbúnaði, sem TM Software hefur þróað og seldur er á erlendum mörkuðum, vegur þar þyngst segir Þórður.

Afkoma Applicon félaganna er óviðunandi að mati forstjórans, en félagið í Danmörku snéri þó halla yfir í hagnað á árinu. „Applicon félögin erlendis voru rekin með tapi á árinu, sem einkum má rekja til kostnaðarsamrar uppsetningar sem Applicon í Svíþjóð hefur unnið að fyrir sænskan banka. Applicon í Danmörku var rekið með halla framan af ári en skilaði hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Afkoma Applicon félaganna er óviðunandi, en við væntum þess að eftirspurn eftir SAP lausnum aukist á næstu misserum og styrkist þá einnig rekstur Applicon félaganna.“

Efnisorð: Nýherji
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK