Icesave-dómurinn býr til tækifæri

Mikil tækifæri verða til í kjölfar Icesave-dómsins. Meðal þeirra eru að hægt verður að skikka þrotabú Landsbankans til að gera upp í íslenskum krónum og þvinga erlenda kröfuhafa til að taka þátt í uppboðum Seðlabankans, vilji þeir færa út fjármuni. Þetta er meðal þess sem Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, segir í samtali við Sigurð Má í viðskiptaþættinum.

„Ég held að það sé á mörgum sviðum tækifæri fyrir okkur. Það var búið, utan landssteinanna, að tala okkar orðspor niður, að við stæðum ekki skil á okkar skuldbindingum. Nú kemur í ljós að við höfum alltaf gert það, eins og við höfum alltaf sagt, þetta var bara ekki lögmæt krafa. Nú eru Norðmenn farnir að skammast sín fyrir að hafa ekki staðið með okkur og slíkt. Þetta mun breyta alveg ímynd Íslands aftur,“ segir Frosti.

Hann telur að nú sé mögulegt að greiða kröfuhöfum út í íslenskum krónum þar sem hægt væri að líta á þrotabú Landsbankans eins og hvert annað þrotabú. Þá yrði gjaldeyri, sem kæmi inn í búið, breytt í krónur og svo þyrftu kröfuhafarnir að skipta þeim aftur í erlendan gjaldeyri gegnum uppboð hjá Seðlabankanum á frjálsum markaði. „Þessi tækifæri eru að skapast og eru að verða betri,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK