Skapar tugi starfa í Sandgerði

Mikið er að gerast í Sandgerði þessa dagana. Fyrirtækið Marmeti …
Mikið er að gerast í Sandgerði þessa dagana. Fyrirtækið Marmeti er meðal þeirra sem eru að reisa nýja fiskvinnslu. www.mats.is

Fyrirtækið Marmeti er þessa dagana að vinna að byggingu nýrrar hátæknifiskvinnslu í Sandgerði. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð 609 milljónir og gert er ráð fyrir 41 starfsmanni við rekstur vinnslunnar. Í dag mun svo fyrirtækið undirrita samninga sem byggja á lögum um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, en heimilt er í lögum að veita afmarkaðar ívilnanir ef sannað þykir að starfsemi fyrirtækja hafi í för með sér umtalsverðan ávinning fyrir þjóðarbúið.

Nýja fiskvinnsluhúsið verður um 2.000 fermetrar að stærð þar sem megináherslan verður lögð á vinnslu á ferskum fiski. Húsið býður þó einnig upp á frystingu, en afkastageta þess er um 4 til 5 þúsund tonn. 

Örn Erlingsson, útgerðarmaður frá Keflavík, er á bakvið framkvæmdirnar, en að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerðisbæ, er þetta mikil lyftistöng fyrir samfélagið, enda skapist þarna tugir langtímastarfa. Það verður að teljast nokkuð gott fyrir bæjarfélag sem telur um 1.600 manns og hefur glímt við hátt atvinnuleysi síðustu misseri.

Sigrún segir að mikið sé að gerast í bæjarfélaginu eins og er, en verið er að endurgera annað fiskvinnsluhús, þar sem ný fiskvinnsla mun flytja inn í. Þá er þriðja húsið, einnig tengt sjávarútvegi, í byggingu við Norðurgarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK