Bókanir ferðamanna hafa tvöfaldast

Mikil fjölgun hefur orðið í bókunum erlendra ferðamanna til landsins …
Mikil fjölgun hefur orðið í bókunum erlendra ferðamanna til landsins með WOW air. mbl.is

Desember- og janúarmánuðir voru þeir söluhæstu hjá WOW air frá upphafi. Sala erlendis frá hefur tekið mikinn kipp undanfarið en rúmlega helmingur af allri sölu hefur komið erlendis frá. Í tilkynningu frá félaginu segir að augljóst sé að áhugi á landinu hafi stóraukist en um tvöfalt fleiri ferðamenn hafa bókað ferðir til Íslands en á sama tíma í fyrra þegar miðað er við sölutölur Iceland Express og WOW air, en félögin sameinuðust eins og kunnugt er í lok október síðastliðinn.

Mestur áhugi virðist koma frá Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi, en mikil aukning hefur verið í bókunum þaðan. Í tilkynningunni segir að fjölgunina megi rekja til fjölgun samninga við stórar ferðaskrifstofur í Evrópu.

Meðal annars er haft eftir Véronique Soumahoro, hjá ferðaskrifstofunni Huwans, að Frakkar hafi í auknum mæli sýnt landi og þjóð áhuga. „Við seljum ferðir um allan heim og höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá Frökkum á ferðum til Íslands. Á síðasta ári flugu fjöldi ferðamanna á okkar vegum til Íslands með WOW air en vegna þessa mikla áhuga á Íslandi höfum við ákveðið að fjárfesta enn frekar í Íslandi sem áfangastað og bjóða upp á þrefalda aukningu á sætum til Íslands“ segir Soumahoro.

Efnisorð: ferðamenn WOW air
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK