Hótar að brjóta upp bankana

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands vill gera skilin milli fjárfestingabanka og …
George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands vill gera skilin milli fjárfestingabanka og viðskiptabanka skýrari. AFP

Fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, hefur hótað að brjóta upp stóru bankana ef þeir hunsa nýjar reglur sem eru ætlaðar til að lágmarka skaða skattgreiðenda af fjármálaáföllum. 

Nýja reglugerðin á að byggja upp girðingu milli venjulegrar bankastarfsemi og áhættusamari starfsemi fjárfestingaarms bankanna. Þá munu eftirlitsaðilar og fjármálaráðuneytið fá valdaheimildir til að grípa beint inn í og brjóta bankana upp í smærri einingar ef þeir fara ekki eftir nýju reglunum. Þetta kemur fram í frétt á netmiðli The Guardian. 

„Skilaboð mín til bankanna eru skýr, ef banki hunsar reglurnar þá hafa eftirlitsaðilar og fjármálaráðuneytið völd til að brjóta bankann upp í einingar, fullkomin skipting, ekki bara girðing innan fyrirtækisins“ er haft eftir Osborne.

Efnisorð: fjárfestingabankar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK