Lítill áhugi á Össuri

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Lítill áhugi hefur verið á …
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Lítill áhugi hefur verið á fyrirtækinu í kauphöllinni það sem af er ári. Kristinn Ingvarsson

Lítill áhugi hefur verið á bréfum Össurar það sem af er ári. Skýrist það meðal annars af tvískráningu félagsins bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn. Þá er spáð lítilli útgjaldaaukningu til heilbrigðismála í Evrópu og Bandaríkjunum miðað við stöðu ríkisfjármála þessum svæðum. Slíkt getur haft mikil áhrif á Össur, enda einn stærsti áhrifaþátturinn er varðar tekjuaukningu félagsins. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Í dag mun Marel birta uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung, en á morgun mun Össur birta sitt uppgjör. Greiningardeildin bendir á að „undanfarna mánuði hafa framleiðsluvísitölur á helstu markaðssvæðum Marel farið lækkandi; [það] gefur til kynna að rekstrarumhverfi félagsins er enn erfitt.“ Þá hafi gengi Marel ekki farið varhluta af þessari þróun og lækkaði mikið eftir að uppgjörið fyrir annan ársfjórðung var birt um mitt síðasta ár.

Efnisorð: Marel Össur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK