Nauðsynlegt að efla markaðssetningu norðurljósanna

Norðurljós yfir Straumsvík
Norðurljós yfir Straumsvík Sigurgeir Sigurðsson

Mikið hefur verið lagt upp úr því að dreifa fjölda ferðamanna betur yfir árið og er aðdráttarafl norðurljósanna eitt þeirra sóknafæra sem notast hefur verið við. Í alþjóðlegum samanburði erum við þó fremur aftarlega þegar kemur að þessari markaðssókn að sögn Róberts Róbertssonar frumkvöðuls en hann hefur hleypt af stað verkefni til að ná betur til þeirra sem leita að norðurljósaferðum á netinu.

„Vandamálið í ferðaþjónustunni hér á landi er að mest hefur verið einblínt á þjónustu við þá ferðamenn sem koma hingað til landsins, en aftur á móti hefur lítil sérhæfing verið sett í að auglýsa á netinu,“ segir Róbert og nefnir í því samhengi nauðsyn þess að koma ferðum sem þessum á framfæri framarlega á leitarvélinni Google og á samskiptavefnum Facebook.

Samkvæmt tölum frá Google leita yfir 165 þúsund aðilar að norðurljósum í gegnum leitarsíðuna á mánuði samkvæmt Róberti. Niðurstöður frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum sé aftur á móti ekki að finna á fyrstu 10 síðunum, en alla jafna tekur fyrsta niðurstöðusíða Google um 95% af allri umferðinni. „Þannig má segja að Ísland sé í raun ekki á kortinu ennþá fyrir þá sem leita í gegnum Google,“ segir Róbert.

Hann segir að erlendir aðilar finni aðeins íslenskar síður ef þeir leiti að norðurljósunum og bæti við Íslandi í leitarfrasann. Það séu aftur á móti mjög fáir sem geri slíkt og sjaldan sem um fyrstu snertingu sé að ræða þá.

Markmið Róberts er að komast meðal efstu leitarniðurstaða á Google, en hann gerir engu að síður ráð fyrir að það muni taka 1 til 2 ár. Á meðan séu það aðallega síður frá Noregi, Kanada og Svíþjóð sem fái alla umferðina. 

Róbert segir mikil tækifæri vera á þessu sviði, en hann er sem stendur að undirbúa 6 svipaðar síður þar sem ákveðin náttúrufyrirbæri eða svæði eru markaðsett á skilvirkari hátt á netinu en áður. Hann segist hafa stofnað síðuna í maí í fyrra, en í dag sé þetta orðið fullt stöðugildi.

Efnisorð: ferðaþjónusta
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka