Royal Bank of Scotland fær risasekt vegna Libor-málsins

Royal Bank of Scotland þarf að greiða 612 milljón dollara …
Royal Bank of Scotland þarf að greiða 612 milljón dollara í sektir vegna Libor málsins. AFP

Royal Bank of Scotland hefur samþykkt að greiða 612 milljónir Bandaríkjadollara til breskra og bandarískra eftirlitsaðila vegna aðildar sinnar að Libor hneykslinu, sem fyrst kom upp í fyrra. Samtals tengdust 21 starfsmaður bankans málinu, en John Hourican, yfirmaður markaða og alþjóðaviðskipta hefur vikið frá störfum.

„Þetta er sorglegur dagur fyrir Royal Bank of Scotland, en einnig mikilvægur í þeirri vegferð að segja skilið við mistök fortíðarinnar“ var haft eftir Philip Hampton, stjórnarformanni bankans. Í yfirlýsingu kom fram að þeir sem hefðu brotið af sér hefði verið sagt upp, eða hlotið viðeigandi refsingu.

Áður höfðu svissneski UBS bankinn og breski Barclays bankinn gert samkomulag um greiðslu á sekt vegna brota sinna. Greiddi Barclays 450 milljónir dollara meðan UBS samþykkti að greiða 1500 milljónir dollara.

Royal Bank of Scotland er í 80% eigu breska ríkisins eftir að hafa verið bjargað með 45,5 milljarða sterlingspunda innspýtingu þegar fjármálakreppan reið sem harðast yfir. Haft er eftir Vince Cable, viðskiptamálaráðherra Bretland, að auðvitað eigi viðskiptavinir og skattgreiðendur ekki að þurfa að bera skaða af sektum sem þessum. Segir hann þær eiga að lenda á stjórnendum og þeim sem ákváðu að taka áhættusamar ákvarðanir og bjuggu til vandamál. Laggði hann til að bankinn myndi skera niður næstu kaupaukagreiðslur til að mæta sektunum.

Libor málið er ekki hið eina sem hefur valdið ursla á fjármálamörkuðum síðasta árið, því fjöldi hneykslismála hafa skotið upp kollinum. Nýlega tók mbl.is saman helstu málin á síðasta ári.

Efnisorð: bankar Libor
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK