Niðurstaða þriggja rannsókna á næstunni

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Morgunblaðið/Eggert

Á næstu misserum mun niðurstaða liggja fyrir í þremur málum sem Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar. Það eru mál sem tengjast viðskiptaskilmálum stóru bankanna, háttsemi Valitors varðandi færsluhirðingar og háttsemi Valitors og Borgunar á greiðslukortamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins.

Skoðun eftirlitsins á viðskiptaskilmálunum lýtur að því hvort lög hafi verið brotin með því að veita afslátt af vöxtum íbúðalána ef lántakar uppfylltu tiltekin skilyrði um viðskipti. Slíkt hefði þau áhrif að viðskiptavinir ættu erfitt með að flytja viðskipti sín á milli banka.

Þá er meint undirverðlagning Valitors á færsluhirðingarmarkaðinum til skoðunar, auk þess sem meint samráð kortafyrirtækjanna við ákvörðun milligjalda og að standa í samkeppnishamlandi aðgerðum.

Samkeppniseftirlitið segir ennfremur að á næstunni verði tekin afstaða til fleiri rannsókna, svo sem kvartanir vegna óeðlilega hás uppgreiðslugjalds hjá stóru bönkunum þremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK