Ársæll Valfells, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands segir að tvöfalt myntkerfi, eins og við búum við í dag, alltaf leiða til fjármálaáfalla. „Í litlu opnu hagkerfi sem er næmt fyrir inn- og útflutningi er verðtryggingin ekkert annað en léleg hermun [eftirherma] af gengistryggingu. Að vera með tvær myntir í fjármálakerfi, eina sem er nafn- og aðra gengismynt, það býður upp á fjármálaáföll með reglulegu millibili.“
Í viðskiptaþættinum með Sigurði Má segir hann nauðsynlegt að flytja alla saman á einu bretti yfir í kerfi þar sem hægt er að mæla alla samkvæmt sömu forsendum.