Íslendingar voru í forréttindastöðu

Íslendingar voru í „forréttindastöðu þegar hrunið átti sér stað og allir efnahags- og rekstrarreikningar voru í uppnámi.“ Þetta segir Ársæll Valfells, lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands í viðskiptaþættinum með Sigurði Má, en hann telur að stærstu mistökin hafi verið að nýta ekki það uppnám sem var í öllum efnahags- og rekstrarreikningum til að reisa upp nýtt kerfi sem ekki hefði þurft höft.

Hann segir ástæðu þess að við búum enn við höft þá að of mikið af seðlaprentun fortíðarinnar hafi verið flutt með yfir í núverandi ástand. Menn hafi verið of bjartsýnir á hvernig rætast myndi úr hlutunum hér á landi á árunum eftir hrun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK