Stúdentagarðar stærsta verkefnið

Nýlega birti Seðlabanki Íslands uppfærða stöðu af hagvexti síðasta árs. Lækkaði áætlaður hagvöxtur um nærri þriðjung, eða úr 3% niður í 2,2%. Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er gestur Sigurðar Más í viðskiptaþættinum að þessu sinni. Hann segir að rúmlega 2% hagvöxtur dugi ekki miðað við núverandi skuldsetningu ríkissjóðs. 

Þá leggur hann til að menn horfi á stöðuna eins og hún er og upp úr línuritunum. Segir hann að horfa þurfi til alvöru fjárfestinga með framtíðarhagsmuni í huga. „Stærstu framkvæmdir á Íslandi í dag eru stúdentagarðar og eldi við Reykjanes. Ég held að þetta séu tvær stærstu fjárfestingarnar. Stúdentagarðarnir, það má telja að það sé samfélagslegur ábati af því að niðurgreiða leigu ofan í stúdenta til framtíðar, en það er ekki stórvægileg fjárfesting þannig sé.“

Segir hann helstu áhrifaþætti af hagvexti í dag vera aukna samneyslu, svo sem Vaðlaheiðagöng og önnur verkefni sem séu kostuð af sköttum, en auk þess skammtímaleiðir til að minnka atvinnuleysi eins og fyrrgreindar framkvæmdir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK