Annað hrun er óumflýjanlegt fyrir Ísland, nema komi til róttækra aðgerða við afnám gjaldeyrishaftanna. Núverandi fyrirkomulag gjaldeyrisuppboða Seðlabankans fela í raun í sér endurlífgun vaxtamunaviðskiptanna, sem leiddu til aflandskrónuvandans. Þetta segir í frétt Bloomberg fréttaveitunnar, en þar er rætt við Friðrik Jónsson, hagfræðing hjá Alþjóðabankanum m stöðu mála hérlendis.
Í greininni er farið yfir sigur Íslendinga í Icesave málinu og áhrif þess á mat Moody's á ríkissjóð, en matsfyrirtækið hækkaði horfurnar úr neikvæðum í stöðugar á dögunum. Þá er einnig bent á hversu hægt gangi að vinna á snjóhengjunni, en eftirspurn í uppboð Seðlabankans hefur verið nokkuð dræm.