Helstu mistök frumkvöðla

Haukur Guðjónsson, stofnandi Búngaló
Haukur Guðjónsson, stofnandi Búngaló

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar fyrirtæki eru sett á laggirnar og mörg mistök sem geta átt sér stað í ferlinu. Frumkvöðullinn Haukur Guðjónsson hefur nokkra reynslu af því að koma fyrirtækjum á koppinn, en hann er meðal annars stofnandi Búngaló sumarhúsaleigumiðlunarinnar og hefur komið að kennslu um stofnun fyrirtækja.

Í nýlegum fyrirlestri sínum á vegum Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja sagði hann frá því sem hann teldi vera helstu mistök frumkvöðla við stofnun nýrra fyrirtækja. Meðal annars nefnir hann nauðsyn þess að huga að markaðssetningu og sölu, skilgreiningu vörunnar og að ætla sér ekki of mikils strax í upphafi. Þá þurfi einnig að horfa til smæðar íslenska markaðarins, en hugmynd sem gæti gengið í milljónasamfélagi þurfi ekki endilega að ganga upp hérlendis.

Helstu mistökin samkvæmt Hauki eru eftirfarandi:

  1. Halda að þú verðir rík(ur) strax.
  2. Setja of mikinn pening í fyrirtækið.
  3. Ætla að gera allt.
  4. Halda að varan selji sig sjálf.
  5. Ætla búa til fullkomna vöru.
  6. Spyrja hvað reksturinn mun gera fyrir þig.
  7. Velja ranga meðeigendur.
  8. Leggja allt undir.
  9. Ísland er lítill markaður.
  10. Frestunarárátta.

Haukur heldur einnig út síðunni frumkvöðlar.is þar sem hann

<a href="http://www.frumkvodlar.is/topp-10-mistok-i-fyrirtaekjarekstri/" target="_blank">listar nánar upp</a>

hvaða þurfi að hafa í huga við þessi atriði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK