Töldu ekki með fjölda sameininga

Raunveruleg aukning rekstrarkostnaðar bankanna þriggja er ekki jafn mikil og …
Raunveruleg aukning rekstrarkostnaðar bankanna þriggja er ekki jafn mikil og Samkeppniseftirlitið heldur fram að sögn Samtaka fjármálafyrirtækja. mbl.is

Á síðustu 3 árum jókst rekstrarkostnaður viðskiptabankanna ekki um 18 milljarða eins og Samkeppniseftirlitið heldur fram í nýútkominni skýrslu, heldur um 5 milljarða. Þetta segir í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Bent er á að Samkeppniseftirlitið hafi ekki tekið tillit til aukins fjölda starfsmanna vegna sameininga við önnur fjármálafyrirtæki og þá sé ekki reynt að leiðrétta fyrir auknum kostnaði vegna aukinna skatta og gjalda.

„Til að hægt sé að draga víðtækar ályktanir um rekstrarkostnað hverju sinni er nauðsynlegt að greina kostnaðarliði þannig að þeir varpi ljósi á gang mála og að sama skapi þurfa ályktanir að byggja á samanburði sem veitir raunverulega innsýn í stöðuna“ segir í frétt Samtakanna. 

Fjöldi sameininga ekki talin með

Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins var tilgreint að viðskiptabankarnir hafi sameinast þremur  fyrirtækjum, en staðreyndin sé sú að þau séu miklu fleiri. Meðal annars hafi ekki verið nefnt sameining Íslandsbanka og Kreditkorta, né sameining Landsbankans við Avant og Sp fjármögnun. Þá hafi Arion banki sameinast  Sparisjóði Ólafsfjarðar, keypt Spron Factoring og yfirtekið innheimtu útlánasafna Spron og Frjálsa fjárfestingabankans auk innlána Spron.

„Að teknu tilliti til þessara tveggja þátta, þ.e. aukinna skattgreiðslna og samruna er raunhæfara að tala um að kostnaðaraukning bankanna þriggja á árunum 2009 – 2011 nemi um 5 milljörðum króna í stað 18 milljarða“ segir í tilkynningunni.

Helmingur allra lána endurunninn frá grunni

Þessu til viðbótar benda samtökin á að gríðarleg vinna hafi falist í fjárhagslegri endurskipulagningu lána og að það megi áætla að endurvinna hafi þurft um helming allra útlána frá grunni á síðustu tveimur árum.

Lesa má umfjöllun Samtaka fjármálafyrirtækja í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK