Fólk er feimið við ríkisskuldabréfin

Fólk er feimið við að festa fé í stærstu flokkum ríkisskuldabréfa sem eru vegna útgáfu Íbúðalánasjóðs. Umræða og misvísandi yfirlýsingar stjórnvalda og stjórnarmanna sjóðsins geri það að verkum að fjárfestar telji þá flokka geta lent í lækkun. Þetta er meðal þess sem Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, segir í þættinum Viðskipti með Sigurði Má í dag, en hann segir að vegna þessa séu menn í miklum mæli að horfa til hlutabréfamarkaðarins sem sé blásinn upp af fjármagnshöftunum og sé því síst öruggari valkostur.

Segir hann að hlutabréf geti aftengst markaðsvirðinu og sjálfur sér hann ekki tengsl milli afkomu fyrirtækjanna á markaði og þeirrar hækkunar sem hefur orðið síðustu misseri. Heiðar ítrekar nauðsyn þess að muna að hlutabréf séu áhættufjárfesting þar sem fólk geti tapað öllu. „Hlutabréf eru í eðli sínu áhættufjárfesting og enginn á að leggja fjármuni í hlutabréf nema hann eigi efni á að tapa þeim öllum.“

Heiðar nefnir í þessu samhengi að í kringum netbóluna, sem reið yfir heiminn í lok síðustu aldar og sprakk í byrjun þessarar, hafi flestir talið að um bólu væri að ræða. Tilhneiging fólks hafi engu að síður verið að halda áfram að kaupa, því það yrði alltaf einhver á eftir því að selja og því myndi koma til hagnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK