Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, segir að greinileg merki um bóluáhrif megi sjá á íslenskum hlutabréfamarkaði. Hann segist ekki sjá merki í afkomu fyrirtækjanna sem réttlæti þær miklu hækkanir sem hafi átt sér stað og segir nauðsynlegt að fleiri fjárfestingakostir komi til meðan búið sé við höftin. Heiðar er í viðtali í Viðskiptaþættinum með Sigurði Má, þar sem hann fer yfir hlutabréfamarkaðinn.
Segir hann að virði hlutabréfa geti í því umhverfi sem hér sé hækkað mikið án innistæðu. „Í þessu haftakerfi getur myndast mjög stór bóla sem er ekki í neinum tengslum við undirliggjandi hagkerfi og hún getur öðlast sjálfstætt líf“segir hann.
Hann spáir því jafnframt að hér geti orðið annað hrun árið 2016, verði ekkert að gert í þessum málum.